Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þannig að þeir verði færir um að lifa sjálfstæðu, heilbrigðu og innihaldsríku lífi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnstarfsemi líkamans
meðgöngu (Hvernig þau urðu til)
hreinlæti
góðri tannhirðu
hollu mataræði
hollri hreyfingu
andlegri heilsu
skaðsemi reykinga og vímuefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
koma fram við líkama sinn og heilsu af virðingu
þekkja hollt mataræði
greina á milli hollra og óhollra lífshátta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir hugtakinu unglingur og gera sér grein fyrir helstu breytingum unglingsáranna ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
verða meðvitaðri um að breytingar á líkamsstarfsemi kalla á aukna líkamshirðingu og geti brugðist við því ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
skilja nauðsyn hreinlætis og umhirðu eigin líkama ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og sjálfsmati
þekkja mikilvægi góðs mataræðis ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og sjálfsmati
þekkja mikilvægi hreyfingar ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og sjálfsmati
öðlast betri skilning á hugtakinu tilfinningar og þekki orð og hugtök sem lýsa tilfinningalegu ástandi ...sem er metið með... umræðum
þekkja meginreglur í mannlegum samskiptum ...sem er metið með... umræðum og sjálfsmati
Kennt er í hópvinnutímum með umræðum, stuttum fyrirlestrum og töflukennslu þar sem áhersla er lögð á að kryfja efnið til að dýpka skilning. Nemendur vinna verkefni frá kennara saman í hóp eða einir eins og hverjum hentar. Í lok hverrar lotu taka nemendur lotupróf eða vinna verkefni og kynna sem mynda lokaeinkunn.