Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400177998.13

    Tilveran, matreiðsla og næring
    TILV1MN05
    2
    Tilveran
    Tilveran, matreiðsla og næring
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er þrískiptur þar sem nemendur kynnast og þjálfa grunnþætti í matreiðslu fyrir heimili. Í áfanganum er farið í notkun á helstu tækjum í eldhúsi, einnig á hnífum og smááhöldum sem notuð eru við matreiðslu. Áhersla er lögð á sígildar undirstöðuaðferðir í matreiðslu s.s. suðu, steikingu og bakstur. Einnig meðferð á algengu hráefni: grænmeti, ávöxtum, fiski, kjöti, lyftiefnum og kornvöru til baksturs. Nemendur kynnast borðbúnaði og notkun hans og fá þjálfun í borðlagningu og frágangi. Fjallað er um vinnuskipulag, mikilvægi hreinlætis og næringar samhliða verklegri kennslu. Áhersla er lögð á að nemendur sýni samvinnu, tillitssemi og stundvísi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum störfum við matreiðslu
    • grunnmatreiðslu- og bakstursaðferðum
    • meðhöndlun fjölbreyttra hráefna
    • nauðsyn hreinlætis við matreiðslu
    • mikilvægi hollrar næringar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnatriðum við eldamennsku og bakstur
    • þekkja hollt mataræði
    • geta vegið og metið kosti og galla vöru út frá næringargildi hennar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja og meta hversu miklu getur munað á magni fæðu sem hægt er að borða til að fylla orkuþörfina eftir því hvaða matvæli eru valin ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
    • þekkja mikilvægi góðs mataræðis ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og sjálfsmati
    • elda og baka einfaldan og hollan heimilismat og brauð ...sem er metið með... verklegri þjálfun
    • tileinka sér almennt hreinlæti við alla matargerð ...sem er metið með... verklegri þjálfun
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.