Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400780227.92

    Spænska A
    SPÆN1BY05
    4
    spænska
    byrjunaráfangi í spænsku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins: Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Menningu spænskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna. Námsefnið er þemaskipt og í þessum áfanga verður unnið með 4 þemu: Presentarse La familia y los amigos Tiempo libre, ocio y los estudios La rutina diaria
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu þeirra landa þar sem spænska er töluð
    • almennum orðaforða og einföldum setningum
    • mál- og samskiptavenjum
    • grunnatriðum í spænskri málfræði
    • tungumálinu og útbreiðslu þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
    • nota einfaldan orðaforða til að tjá sig um og lýsa sér sjálfum og sínu nánasta umhverfi
    • nota einfaldan orðaforða til að tjá sig um áhugamál og daglegar athafnir
    • nota einfaldan orðaforða til að segja frá fjölskyldu og vinum
    • nota tungumálið í einföldum samræðum
    • lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
    • skrifa stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið með
    • nota meginreglur í málfræði
    • koma auga á blæbrigði spænskumælandi menningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • halda samtali gangandi og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
    • skilja talað mál um kunnuglegt viðfangsefni m.a. úr útvarpi og sjónvarpi
    • lesa stuttar blaða- og tímaritsgreinar og geta dregið ályktanir af því sem hann les
    • skrifa texta bæði frá eigin brjósti og samantektir á tilteknu efni
    • geta borið saman eigin og framandi menningu
    • auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.