Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400780894.34

    Spænska B
    SPÆN1SP05
    5
    spænska
    spænska tvö
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er áfram lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins: Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Menningu spænskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna. Í áfanganum er gert ráð fyrir fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur vinna ýmist einir eða í hópum. Unnið er bæði með raunefni og kennsluefni í mynd, video- og textaformi, svo sem tónlist, samtöl, fræðsluefni, blaðagreinar og auglýsingar, svo dæmi sé tekið. Markmiðið er að auka læsi nemenda á hinn spænskumælandi menningarheimi og gera þeim kleift að nota tungumálið til þess að geta tjáð sig á einfaldan hátt og nýtt sér það til að afla sér upplýsinga og þekkingar. Áfanginn verður kenndur með dreifnámsniði. Mjög mikilvægt er að nemendur skilji mikilvægi þess að mæta í tímana samkvæmt stundatöflu áfangans og vinna þau verkefni sem verða lögð fyrir inn í kennsluumsjónarkerfinu. Kennarinn mun vera til staðar á skype og/eða spjalli, verður með innleg einu sinni í viku sem tekið verður upp og verður til staðar fyrir nemendur sem ekki hafa tök á að vera með í tíma eða þá sem vilja aðeins rifja upp það sem sagt var í tíma. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð. Námsefnið er þemaskipt og í þessum áfanga verður unnið með 4 þemu: Mi casa, mi pueblo y mi región. Comida y bebida. Ciudades, paises y viajes. Nemendur velja þemu eftir áhuga og vinna verkefni tengd þeim. Málfræðiatriði og æfingar verða þó sameiginleg. Verður útskýrt nánar.
    5 einingar í spænsku á 1. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu þeirra landa þar sem spænska er töluð
    • almennum orðaforða og einföldum setningum
    • mál- og samskiptavenjum
    • grunnatriðum í spænskri málfræði
    • tungumálinu og útbreiðslu þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
    • nota einfaldan orðaforða til að tjá sig um og lýsa hvernig og hvar hann býr og nefna séreinkenni þess
    • nota einfaldan orðaforða til að tjá sig um mat og drykk og bera saman
    • nota einfaldan orðaforða til að segja fra borgum, löndum og tala um ferðalög
    • afla sér upplýsinga um og tjá sig um sjálfvalin málefni sem tengjast hinum spænskumælandi heimi
    • nota tungumálið í einföldum samræðum
    • lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
    • skrifa stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið með
    • nota meginreglur í málfræði
    • koma auga á blæbrigði spænskumælandi menningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • halda samtali gangandi og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
    • skilja talað mál um kunnuglegt viðfangsefni m.a. úr útvarpi og sjónvarpi
    • lesa stuttar blaða- og tímaritsgreinar og geta dregið ályktanir af því sem hann les
    • skrifa texta bæði frá eigin brjósti og samantektir á tilteknu efni
    • geta borið saman eigin og framandi menningu
    • auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.