Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401115913.1

    Tilveran - tómstundir og afþreying í daglegu lífi
    TILV1TA05
    5
    Tilveran
    Tilveran - tómstundir og afþreying í daglegu lífi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er tómstundaframboð í nærsamfélaginu kannað og mikilvægi tómstundaiðju í daglegu lífi. Farið verður yfir hvaða getu þarf til að sinna tómstundum og skoðað hvaða tómstundir henta hverjum með tilliti til áhuga, aldur og líkamlegrar færni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tómstundum og afþreyingu í daglegu lífi
    • mikilvægi þess að vera virkur og taka þátt
    • því hvaða líkamlegu og andlegu færni þarf til að stunda tómstundir
    • meta eigin færni í samræmi við kröfur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda tómstundir við hæfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér upplýsingar um tómstundir sem eru í boði í nærsamfélaginu
    • þekkja hvaða tómstundir eru við hæfi fyrir aldur sinn og líkamlega færni
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda tileinkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.