Námskeiðið samanstendur mestmegnis af verklegri kennslu m.a. skyndihjálp, surfi, snorkli, hjólaferð, boltaíþróttum og klifri. Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar
mikilvægi skyndihjálpar
mikilvægi búnaðar við lengri ferðir s.s. fjallgöngu og hjólaferðir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
iðka fjölbreyttar íþróttir
klæða sig eftir veðri
það sé hægt að stunda fjallamennsku og hjólreiðaferðir að vetri til eins og að sumri
þekka takmörk sín við langar ferðir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stunda óhefðbundnar íþróttir
geta nýtt sér sjó til líkamsræktar og heilbrigða lífshátta s.s. sjósund, brimbretti, köfun
geta veitt fyrstu hjálp við slys
Áfanginn er verklegur og nemendur þurfa að standast mætingarkröfur hans