Áfanginn fjallar um tónlist, um hljóð, hrynjanda, laglínu og samhljóm, sem þroskandi og uppbyggjandi þátt í lífinu fyrir einstaklinginn og hópinn í heildina. Nemendur æfa mismunandi lög saman sem þau velja í sameiningu til að efla samvinnu og samkennd. Einstaklingurinn þjálfast í að hlusta á og heyra mismunandi tegundir tónlistar og að velja þau lög sem henta hópnum best til samspils. Hópurinn æfir lög saman og finnur leið til þess að allir meðlimir hópsins njóti sín sem best.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig tónlist hentar hópnum best
uppbyggingu laga
samspili og samvinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
samspili á útvöldum lögum
hlusta og heyra tónlist
samvinnu innan hópsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
spila valin lög með hópnum
standa að tónleikum þar sem hann miðlar listrænum styrk sínum
samvinnu svo allir í hópnum nýti hæfileika sína til hins ítrasta
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.