Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Tue, 03 Jun 2014 01:32:17 GMT

    Tónheyrn seinni áfangi
    TÓNH2TB03
    2
    Tónheyrn
    Tónheyrn seinni áfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Tónheyrnarþjálfun er veigamikill þáttur samþætts náms í tónfræðagreinum allt frá upphafi og mikilvægt er að fjölbreytt heyrnarþjálfun fléttist inn í alla virkniþætti og sé rauður þráður í gegnum allt tónfræðanám. Markmiðið er að frá upphafi verði leitast við að þroska almennt tónnæmi og leggja traustan grunn að tónminni, lestri, greiningu og skráningu. Reglubundin þjálfun er lykilatriði jafnframt því sem tengsl við aðra námsþætti, svo sem ýmiss konar greiningu, þekkingaratriði og tónsköpun, stuðla að auknum skilningi og færni nemenda. Síðast en ekki síst stuðla tengsl námsþátta að aukinni ánægju af hlustun, upplifun og iðkun tónlistar. Námsþátturinn hlustun og greining miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á efnisþáttum tónlistar, svo sem ólíkum tónlistarstefnum, stíl, formi, tónblæ, tónstyrk, hraða, tónvef, tónlengd, tónhæð og hljómum. Í tónfræðanámi er áhersla lögð á að nemendur kynnist fjölbreyttri tónlist frá ýmsum tímum, jafnt í lifandi flutningi nemenda, kennara eða annarra tónlistarmanna og í hljóðriti. Miðað er við að hlustun sé tengd virkni af ýmsu tagi, svo sem hreyfingu, nótnalestri, skráningu, sköpun, greiningu og flutningi.
    Tónheyrn fyrri áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • takttegundunum 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8
    • lengdargildum nótna og þagna
    • tilteknum lendargildum og hrynmynstrum
    • synkópum og bindingum, meðal annars yfir taktstrik
    • hrynhendingum
    • hugtakinu alla breve og tákni þess
    • takttegundunum 5/4, 3/8, 7/8, 9/8, 2/2 og 3/2
    • tónstigum, tónbilum og hljómum
    • tilteknum tónstigum
    • hugtökunum samnefndar, samhljóða og sammarka tóntegundir
    • fimmundarhring
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina milli taktegunda
    • hafi náð tökum á taktslætti í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8
    • greina frá helstu lengdargildum nótna og þanga
    • þekkja og heyra tiltekin lengdargildi og hrynmynstur
    • þekkja og skilja synkópur og bindingar, meðal annars yfir taktstrik
    • tengja heyrn og ritun hrynhendingar
    • botna hrynhendingar í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8
    • þekkja mismunandi tónstiga
    • þekkja mismunandi tóntegundir
    • öllum dúr- og molltóntegundum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geti greint eftir heyrn á milli eftirtalinna takttegunda: 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8
    • gera grein fyrir helstu lengdargildum nótna og þagna
    • skilja, beita, flytja, greina á blaði og eftir heyrn tiltekin lengdargildi og hrynmynstur
    • þekki, skilji, geti flutt, greint eftir heyrn og skráð synkópur og bindingar, meðal annars yfir taktstrik
    • tengja heyrn og ritun hrynhendingar
    • endurtaka eftir heyrn stutt hryndæmi í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8
    • syngja tónstiga, tónbil og hljóma
    • greina eftir heyrn eftirtaldar gerðir tónstiga: dúr, hreinan moll, hljómhæfan moll, laghæfan moll, pentatónískan og krómatískan
    • greina hvort tóndæmi er í dúr eða moll
    • tónflytja stuttar laglínur í hvaða tóntegund sem er í G-lykli og F-lykli
    • syngja öll tónbil innan áttundar upp frá gefnum tóni
    • greina á blaði og skrá á nótnasteng öll tónbil innan áttundar
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.