Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401762648.67

    Leikjaforritun 2
    FORR2LF05
    2
    forritun
    Leikjaforritun 2
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er stefnt að því að gera nemendur meðvitaða um óhefðbundnar aðferðir í verkefnavinnu. Farið verður í leikjaforritun í Alice, hvernig hægt er að nýta forritið til að tjá sig með öðrum hætti en reikningi eða rituðu máli. Til kennslu verða notuð myndbönd og sýnishorn af vef og textaleiðbeiningar. Lögð verður áhersla á frumleika og sjálfstæð vinnubrögð.
    æskilegt að nemendur hafi lokið amk 5 einingum í stærðfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnforritun
    • fjölbreyttum aðferðum við lausn verkefna
    • ólíkum möguleikum við tjáningu og úrlausnir verkefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér óhefðbundnar leiðir til tjáningar
    • leysa verkefni á óhefðbundinn hátt
    • vinna sjálfstætt og nýta hugmyndaflug í verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta óhefðbundin verkfæri til að koma þekkingu sinni til skila
    • blanda saman mismunandi aðferðum til verkefnavinnu
    • koma eigin frumleika til skila með þeim tólum sem notuð verða í áfanganum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.