Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401895304.83

    Dægurdæmi
    STÆR1DD05
    21
    stærðfræði
    Dægurdæmi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur fást við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem notuð eru í daglegu lífi. Þeir læra að reikna ýmis dæmi tengd innkaupum og kostnaði við rekstur heimilis. Verkefnin hafa beina skírskotun til margvíslegra þjónustustarfa. Í þeim eru notuð hugtök reiknifræði og stærðfræði, s.s. tölur og talnafræði, reikniaðgerðir, hlutföll, prósentur, tölfræði, mælikvarðar, flatarmál og rúmmál. Kennd verður notkun töflureiknis við lausn dæma.
    • Námsmarkmið grunnskóla. • Nemandi skal hafa færni í aðferðum og verklagi stærðfræðinnar, þ.e. kunna meðferð talna og tölulegra gagna, skilja stærðfræðilegan texta, geta notað skipulagðar aðferðir við leit að lausnum, hafa vald á einfaldri röksemdafærslu og geta notað tölvur og reiknivélar við lausnir dæma. • Nemandi geti unnið með tölur í töflureikni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • talnakerfinu, reikniaðgerðum, hlutföllum, prósentum, vaxtareikningi og tölfræði í gegnum áhorf, lestur, hlustun, umræðu eða önnur samskipti.
    • töflureikni og öðrum notkunarmöguleikum tölvutækninnar við framsetningu og úrvinnslu tölulegra gagna.
    • mælikvörðum og grunnreglum um flatarmál og rúmmál.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina almenna þekkingu sína í stærðfræði þannig að hann beiti viðeigandi aðferðum við lausnir.
    • miðla almennri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum, skriflega, munnlega eða verklega.
    • nota táknmál og orðaforða stærðfræðinnar til að miðla þekkingu sinni.
    • tengja saman almenn stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni og geta greint og hagnýtt upplýsingar sem birtast í fjölmiðlum þar sem stærðfræði kemur við sögu hvort sem það er skrifað, talað, myndrænt eða stafrænt.
    • beita reiknivél af öryggi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita viðeigandi aðferðum við lausnir sem metið er í ferilmöppu nemanda.
    • miðla almennri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum, skriflega, munnlega (geta kynnt niðurstöður sínar fyrir öðrum nemendum og kennara) eða verklega sem metið er við kynningu verkefna og í hópvinnu og skráð skv. viðmiðunartöflu.
    • nota táknmál og orðaforða stærðfræðinnar til að miðla þekkingu sinni sem metið er í hópstarfi skv. marklista.
    • tengja saman almenn stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni og greina og hagnýta upplýsingar sem birtast í fjölmiðlum þar sem stærðfræði kemur við sögu hvort sem þær eru skriflegar, munnlegar, myndrænar eða stafrænar. Þessi þáttur er metinn í skýrslugerð og hópvinnuskilum skv. viðmiðunartöflu.
    • beita reiknivél af öryggi sem metið er með skriflegum prófum.
    • beita innsæi og skapandi hugsun í leit að úrlausnum sem metið er í vinnuferlum í ferilmöppu skv. marklista.
    Annars vegar eru nám og námsþættir metnir sem ferli og hins vegar sem afurð. Nemandinn sjálfur og verk hans eru metin á meðan á náminu stendur og einnig afraksturinn og verkin sem hann skilar frá sér. Um er að ræða einstaklings- og hópverkefni. Mikil áhersla er lögð á vinnusemi og verkefnavinnu í ferilmöppu nemandans. Notaðar eru fjölbreytilegar námsmatsaðferðir sem byggjast m.a. á gátlistum (checklist), marklistum (rating scale) og einfaldri og víðtækri viðmiðunartöflu (rubric). Við úrlausn á prófverkefnum eru leyfð öll hjálpargögn.