Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1401978734.72

    Hegðun og atferlismótun
    SÁLF2HA05
    15
    sálfræði
    Hugræn, atferlismeðferð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er farið vel í grunnhugtök virkrar skilyrðingar og hagnýtingu hennar í uppeldis-og meðferðarstarfi. Nemendur fá kynningu á og læra að greina þá þætti sem stjórna og viðhalda hegðun. Kynntar eru leiðir og hvað ber að hafa í huga þegar hegðun er skilgreind og mæld, fyrir og eftir íhlutun. Nemendur fá kynningu á og þjálfun í beitingu aðferða til að ná fram eftirsóknarverðri hegðun og draga úr óæskilegri hegðun. Farið er í árangursríkar leiðir til að gera samninga um hegðun við börn og unglinga og fjallað um leiðir til að setja mörk. Rætt er um siðferðileg álitamál sem geta komið upp við beitingu atferlismótunar. Hluti verkefna felst í að nemendur prófi að beita aðferðum atferlismótunar á vettvangi, bæði heima og á starfsvettvangi. Að lokum verða grunnhugtök viðbragðsskilyrðingar kynnt.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum virkrar skilyrðingar.
    • atferlisgreiningu.
    • ólíkum tegundum umbunarkerfa.
    • gildi og beitingu jákvæðrar styrkingar og hvað ber að hafa í huga við val á styrkjum og beitingu þeirra.
    • ólíkum tegundum aðferða til að draga úr hegðun, eins og áminningum, tímahléi, hunsun og slokknun.
    • leiðum til að gera samninga um hegðun við börn og unglinga.
    • siðferðislegum álitamálum sem koma upp við beitingu atferlismótunar.
    • ólíkum tegundum atferlismótandi kerfa.
    • gildi jákvæðra viðhorfa og virðingar gagnvart einstaklingum sem unnið er með.
    • grunnhugtökum viðbragðsskilyrðingar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina aðdraganda, hegðun og afleiðingar hegðunar út frá tilbúnum og raunverulegum dæmum.
    • beita aðferðum eins og markvissri jákvæðri athygli til að auka eftirsóknarverða hegðun í samskiptum við börn og unglinga.
    • beita aðferðum til að draga úr óæskilegri hegðun.
    • skrá, mæla og skilgreina hegðun fyrir og eftir íhlutun.
    • greina hvaða þættir viðhalda óæskilegri hegðun.
    • fjalla um hugtök, gildi og hagnýtingu atferlismótunar í daglegu lífi.
    • ræða álitamál í tengslum við refsingar í atferlismótun
    • smíða og beita umbunarkerfi.
    • greina þau áreiti og viðbrögð sem eiga sér stað í viðbragðsskilyrðingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • draga úr óæskilegri hegðun og auka eftirsóknarverða hegðun sem metið er með leiðsagnarmati.
    • gera sér grein fyrir gildi jákvæðra viðhorfa og virðingar gagnvart einstaklingum sem metið er með leiðsagnarmati og mati á samskiptahæfni.
    • setja skýr mörk og fylgja þeim eftir.
    • sjá kosti og ókosti mismunandi aðferða í atferlismótun og geta þar af leiðandi valið viðeigandi aðferðir eftir aðstæðum.
    • rökstyðja og draga ályktanir um siðferðileg álitamál tengd atferlismótun.
    • nýta sér atferlismótandi atferðir á starfsvettvangi og heima sem metið er með leiðsagnarmati kynningum.
    Leiðsagnarmat sem byggist meðal annars á sjálfsmati í verkefnavinnu, nemendakynningum og umræðum.