Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402048199.7

    Samvinna og samskipti
    SAMS1SS05
    2
    Samskipti og þjónusta
    Samskipti, þjónusta
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um mikilvægi færni í samskiptum. Nemendur verði meðvitaðir um áhrif framkomu sinnar á umhverfi og fólk. Þeir hljóta þjálfun í aðferðum til að efla með sér þá þætti sem stuðla að uppbyggilegum persónulegum og faglegum samskiptum. Farið er yfir gildi og eðli samskipta og nemendur læra grunnatriði í samtalstækni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum sem hafa áhrif á framkomu fólks.
    • gildi fordómalausra og skýrra samskipta.
    • leiðum til lausnarmiðaðra samskipta við þá sem hann veitir þjónustu og samstarfsaðila.
    • leiðum til að efla styrk sinn og takast á við ábyrgðarhlutverk og verkefnastjórn.
    • mætti hvatningar og fjölbreyttra leiða til að hrósa.
    • gildi uppbyggilegrar gagnrýni, bæði sem viðtakandi og veitandi.
    • mikilvægi ólíkrar nálgunar í samskiptum við einstaklinga með mismunandi þarfir, svo sem börn, eldri borgara og fólk með þroskafrávik.
    • gildi lausnamiðaðra samskipta og mikilvægi sveigjanleika, virðingar og aðlögunarhæfni í starfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í helstu þætti sem hafa áhrif á framkomu fólks.
    • sýna fram á gildi fordómalausra og skýrra samskipta.
    • velja aðferðir til að efla styrk sinn og hafi öðlast áræðni til að takast á við ábyrgðarhlutverk og verkefnastjórn.
    • nota hvatningu og fjölbreyttar leiðir til að hrósa.
    • nýta uppbyggilega gagnrýni, bæði sem viðtakandi og veitandi.
    • beita ólíkri nálgun í samskiptum við einstaklinga með mismunandi þarfir, svo sem börn, eldri borgara og fólk með þroskafrávik.
    • sýna fram á gildi lausnamiðaðra samskipta og mikilvægi sveigjanleika, virðingar og aðlögunarhæfni í starfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa jákvæð áhrif á framkomu fólks sem metið er með verklegum æfingum og umræðum.
    • sýna fram á gildi fordómalausra og skýrra samskipta sem metið er með skriflegum verkefnum og verklegum æfingum.
    • eiga lausnarmiðuð samskipti við þá sem hann veitir þjónustu og við samstarfsaðila sína sem metið er með munnlegu prófi.
    • takast á við ábyrgðarhlutverk og verkefnastjórn sem er metið með verklegum æfingum og jafningjamati.
    • nota fjölbreyttar leiðir til að hrósa og hvetja fólk markvisst og uppbyggilega sem er metið með verklegum æfingum.
    • beita uppbyggilegri gagnrýni á vettvangi vinnu sinnar sem metið er með skriflegum og verklegum verkefnum.
    • ná góðum árangri í ólíkri nálgun í samskiptum við einstaklinga með mismunandi þarfir, svo sem börn, eldri borgara og fólk með þroskafrávik. Metið með verklegum æfingum, jafningjamati og munnlegu prófi.
    Verkefnamiðað nám og stuttir fyrirlestrar. Hópavinna þar sem nemendur hljóta markvissa þjálfun í samvinnu og framkomu. Nemendur kynna verkefni sín og niðurstöður. Munnleg próf. Leiðsagnarmat notað til grundvallar einkunnagjafar, kennsla og námsmat samofin.