Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402055251.11

    Uppeldisfræði
    UPPE2SS05
    3
    uppeldisfræði
    almenn uppeldisfræði, saga, sjónarmið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem hagnýta fræðigrein. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar og að nemendur öðlist hæfni til að takast á við störf er tengjast uppeldi og menntun. Farið verður í nokkur vel valin viðfangsefni greinarinnar eins og sögu hennar, hugmyndir fræðimanna, aðferðir til að efla samskiptahæfni, aðferðir við gagnaöflun, mismunandi uppeldishætti, mikilvægi bóklesturs, teikniþroska, kynhlutverk og áhrif fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Nemendur eiga auk þess að kynna sér vel starfsemi og hugmyndafræði leikskóla.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag.
    • mismunandi viðhorfum til mannlegs eðlis og hvernig þau leiða til ólíkra hugmynda um gildi uppeldisaðferða.
    • hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra viðurkenndra uppeldisfræðinga.
    • aðferðum til að styrkja samskiptahæfni.
    • uppeldisgildi bóka, fjölmiðla og teikninga á börn og unglinga.
    • meginþáttum í leikskólastarfsemi.
    • helstu þáttum í samfélaginu sem stuðla að ójafnrétti kynjanna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera sér grein fyrir eigin hugmyndum um uppeldi.
    • meta ólík sjónarmið til uppeldisaðferða og rökstyðja mál sitt.
    • nýta sér helstu uppeldisaðferðir við uppeldi eigin barna og annarra.
    • greina vandamál sem koma upp í samskiptum við börn og unglinga.
    • beita ýmsum aðferðum til að auka samskiptahæfni sína og annarra.
    • afla sér heimilda um viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræðinnar.
    • setja sig í spor fólks á mismunandi aldursskeiðum.
    • greina áhrif utanaðkomandi þátta á uppeldi og menntun.
    • starfa eftir settum uppeldismarkmiðum.
    • auka vitund fólks um kynjamisrétti út frá þekkingu á þeim málefnum.
    • meta eigið vinnuframlag og annarra í verkefnavinnu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir öllum mótunarþáttum í sínu eigin uppeldi sem metið er með persónulegri ígrundun.
    • greina og móta eigin hugmyndir um uppeldi og menntun til að verða hæfari einstaklingur í nútímasamfélagi sem metið er með persónulegri ígrundun og leiðsagnarmati.
    • nota upplýsingar á hagnýtan hátt við að leysa verkefni sem metið er á grundvelli kynningar og framsetningar á gögnum sem nemandinn skilar af sér.
    • beita mismunandi uppeldisaðferðum í hagnýtum og raunverulegum verkefnum.
    • taka gagnrýna afstöðu til álitamála innan uppeldis- og menntunarfræðinnar sem metið er með persónulegri ígrundun og leiðsagnarmati.
    • nýta mismunandi samskiptaaðferðir sem metið er með hagnýtum og raunverulegum verkefnum.
    • beita mismunandi rannsóknaraðferðum við viðfangsefni uppeldisfræðinnar.
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt sem metið er með sjálfsmati og jafningjamati.
    Námsmat er að stórum hluta byggt á vinnu nemenda í kennslustundum, einstaklingsverkefnum og hópverkefnum. Lögð er áhersla á hagnýt og raunveruleg verkefni sem tengjast lífi nemenda. Hluti námsmatsins byggir á leiðsagnarmati, jafningjamati og sjálfsmati.