Í áfanganum verður lögfræði sem fræðigrein kynnt þar sem fjallað verður um aðferðafræði og mikilvæg grundvallarhugtök lögfræðinnar auk þeirra réttarheimilda sem lögfræði grundvallast á. Sérstaklega veður fjallað um mannréttindalög, stjórnskipunar- og stjórnsýslurétt, Evrópurétt og þjóðarétt, refsirétt og skaðabótarétt þar sem nemendur munu þjálfast í að lesa lög og greina réttarstöðu aðila og réttaráhrif laga. Markmið áfangans er að veita nemendum góða innsýn í aðferðafræði lögfræðinnar og er ætlað að hafa hagnýtt gildi til að veita nemandum þá grundvallarfærni og þekkingu sem þörf er á til þess að geta lesið og túlkað lög. Áfanginn er símatsáfangi og mun námsmatið byggjast á verkefnavinnu nemenda og áfangaprófum. Kennsluhættir verða í formi fyrirlestra, verkefnavinnu, úrlausna raunhæfra verkefna og túlkunar á dómum auk þess sem gert er ráð fyrir vettvangsferð á þingpalla Alþingis og heimsóknum frá lögfróðum aðilum. Áfanginn er undirbúningur undir lögfræðinám.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum lögfræðinnar á öllum þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
þeim ólíku réttarheimildum og lögskýringargögnum sem stuðst er við í íslenskum rétti
þeim lögum og réttarreglum sem gilda á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
þeim grundvallarréttindum sem tryggð eru í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu
hlutverki og framkvæmd löggjafans við lagasetningu
helstu atriðum skaðabóta- og refsiréttar og þeirri aðferðarfræði sem þar er beitt
helstu atriðum skaðabóta- og refsiréttar og þeirri aðferðarfræði sem þar er beitt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita og afla sér upplýsinga í lagasafni Alþingis og reglugerðarsafni Stjórnarráðsins
greina lögfræðileg álitaefni á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
lesa lögfræðilegan texta og túlka merkingu hans
skrifa lögfræðilegan texta sem styðst við rökstuðning réttarreglna
meta umfang og takmörk hinna ýmsu grundvallarréttinda sem tryggð eru í íslenskum rétti
heimfæra skaðabóta- og refsiábyrgð undir viðeigandi lagaákvæði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka og skýra settan rétt að því marki að slá réttarreglum föstum
greina réttarstöðu aðila samkvæmt íslenskum rétti á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
leysa úr fjölbreyttum lögfræðilegum álitaefnum og komast að lögfræðilegri niðurstöðu
geta ályktað um umfang réttinda sinna í samskiptum við stjórnvöld og aðra opinbera aðila
geta ályktað um grundvöll skaðabóta- og refsiábyrgðar og meta umfang þeirrar ábyrgðar með almennum hætti
taka virkan þátt í gagnrýninni umræðu um lög og lagasetningu í íslenskum rétti.