Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1403531628.53

    Listamenn og myndamappa (portfolio)
    LJÓS2MM02
    3
    ljósmyndun
    Myndmappa/portfolio
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri og sérhæfðari þekkingu á stúdíóljósum og geti nýtt hana í öllum færniþáttum bæði tæknilega og listrænt við eigin listsköpun. Þá læra nemendur að setja upp eigin myndvef á neti (portfolio) og kynnast listljósmyndurum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig hægt er að beita myndavél til að fanga augnablik
    • myndbyggingu, gullinsniði, formi, áferð, línum og litum
    • þeirri ábyrgð sem felst í því að taka, birta og vinna ljósmyndir
    • myndatöku innan- og utandyra með studióljósum
    • hvernig stilla á myndavélina saman með ljósunum
    • hvernig á að stilla studióljós
    • listljósmyndurum
    • ferlinu við að útbúa netlæga möppu
    • hvað á heima í netlægri möppu og hvernig hægt er að bæta við hana og þróa hana áfram
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um studióljósmyndun, listljósmyndara og myndmöppur
    • skipuleggja vinnuferli við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu studióljósmynda eftir eigin hugmyndum
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í grunn vinnubrögðum studióljósmyndunar
    • sjá myndefni í umhverfi sínu inni- og útivið
    • nota studióljós utandyra í portraitmyndatöku
    • búa til einfalda grunnlýsingu fyrir portraitmyndatöku með og án bakgunnslýsingar
    • taka ljósmyndir af myndverkum sem ekki eru stafræn til að setja inn í netlæga möppu
    • taka eftirtökur af eigin verkum í stúdiói með stafrænni myndavél
    • færa myndir úr myndasafni í tölvu yfir í hugbúnað sem heldur utan um myndamöppuna (portfolio)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar um studióljósmyndun, listljósmyndun og myndmöppur
    • bera virðingu fyrir grundvallarreglum um meðferð studióljósmynda og búa yfir ábyrgð gagnvart starfi studióljósmyndara og starfsumhverfis hans
    • velja myndir í seríu/sögu/myndröð og skilja hvaða þættir það eru sem ákvarða um gæði seríunnar
    • geta metið eigin þekkingu og leikni ásamt því aða gera sér grein fyrir hvernig frekara nám eflir hæfni og eykur möguleika
    • þekkja sjálfan sig sem listamann
    • vinna á skapandi hátt við listiðkun sína
    • sýna verk sín á listsýningu og hafa samskipti við gesti um verk sín
    • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags greinarinnar og listarinnar
    • tengja þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi sitt sem ljósmyndara og daglegt líf
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.