Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu vélum og tækjum sem notuð eru við slátrun í sláturhúsum, notkun þeirra og meðferð. Lögð er áhersla á gott ástand véla og mikilvægi öryggisatriða við vélavinnu. Kynntar eru sláturlínur og nýjungar í tækjakosti
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Meðferð og notkun vinnuvéla í slátrun.
Hvernig hnífar eru settir í vélar og teknir út við hreinsun og brýningu.
Mkilvægi skráningar og gæðastaðla í tengslum við viðhald á tækjum.
Öryggiskröfum við notkun og umhirðu véla og tækja.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita viðurkenndum aðferðum við notkun og meðferð vinnuvéla í slátrun.
Beita viðurkenndum aðferðum hvað varðar öryggiskröfur, innra eftirlit og HACCP/GÁMES á vinnustað.
Beita viðurkenndum aðferðum við ísetningu hnífa í vélar og þegar þeir eru teknir úr.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvinnslufyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum og íslenskri matvælalöggjöf.
Vinna samkvæmt HACCP og GÁMES.
Leiðbeina nemendum og starfsfólki um viðurkennd vinnubrögð við notkun vinnuvéla í slátrun, ísetningu hnífa í vinnuvélar og úrtöku úr þeim.