Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1408445047.35

    Lífeðlisfræði þjálfunar
    LÍFE1GR05
    3
    lífeðlisfræði
    grunnáfangi í lífeðlisfræði þjálfunar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum upphafsáfanga kynnast nemendur hvernig líkaminn nýtir fæðu sem orku við æfingar og þjálfun. Kynnt verður orkunotkun líkamans við mismunandi æfingar og erfiði. Einnig verður virkni ýmissa líffærakerfa við þjálfun skoðuð og samspil þeirra. Orka og næring: Orkuefnin, vítamín stein og snefilefni Orka úr fæðu og ákjósanlegt mataræði við æfingar Orkuflutningur og nýting í líkamanum Undirstöðuatriði orkuflutnings í líkamanum Orkuflutningur við æfingar Orkumyndun líkamans við æfingar Orkunotkun í hvíld og við æfingar Tengsl líffærakerfa við æfingar Öndurnarfærakerfið Hjarta- og æðakerfið Tauga- og vöðvakerfið Lögð er áhersla á almenna þekkingu á orkuefnunum og líffærakerfunum, en þó með áherslu á virkni þeirra við æfingar og þjálfun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Orkuefnum í fæði og virkni vítamína og steinefni við orkunýtingu úr fæðu
    • Orkuflutning í líkamanum við hvíld og æfingar
    • Samspil orkuflutnings, orkumyndunar og orkunotkunar líkamans
    • Virkni og hlutverk líffærakerfa við æfingar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Meta hvernig mismunandi fæða, samsetning og tímasetning fæðu getur haft áhrif á frammistöðu íþróttamanns
    • Tengja saman hvernig mismunandi líffærakerfi vinna saman við aukið álag.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Útskýra hvernig ákjósanleg samsetning orkuefna hefur áhrif á frammistöðu íþróttamanns
    • Bæta eigin frammistöðu í íþróttum með réttri notkun fæðu
    • Útskýra hvernig samspil líffærakerfa er stjórnað og geta útskýrt hvernig þau hafa áhrif hvert á annað.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.