Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn heilbrigði og velferð verður hafður að leiðarljósi. Áhersla verður á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði, en einnig verður samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis skoðað og rætt. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvar og hvenær stærðfræði kemur við sögu í daglegu lífi
Gildi peninga
Fjölbreytileika verslana
Verðgildi hinna ýmsu hluta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér stærðfræðikunnáttu sína í daglegu lífi
Kanna hvað hlutir kosta í verslunum og á neti
Fylgja dagsskipulagi
Fylgja tímaáætlun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka þátt í stærðfræðilegum athöfnum daglegs lífs
Átta sig á tíma- og dagsetningum
Nýta stærðfræðikunnáttu sína þegar hann verslar
Nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil. Áfanginn er valáfangi á starfsbraut.