Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410282019.45

    Stærðfræði með áherslu á peninga
    STÆR1DL03
    29
    stærðfræði
    Peningar, tímahugtök, verðgildi
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á peninga og gildi þeirra. Unnin verða mismunandi verkefni, farið í vettvangsferðir í verslanir, veraldarvefurinn nýttur og notaðir verða tilboðsbæklingar og spil. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Íslenskum peningum
    • Gildi og meðferð peninga
    • Að til eru fjölbreyttir gjaldmiðlar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Borga og/eða taka við viðeigandi peningaupphæðum
    • Þekkja íslenska peninga
    • Nýta sér og/eða vinna með peninga í víðu samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta sér peninga í athöfum daglegs lífs
    • Framkvæma greiðslu eða borgun í réttu hlutfalli við útgjöld
    • Nýta sér viðeigandi hjálpartæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum
    • Átta sig á hvaðan peningarnir koma og mikilvægi þess að halda vel utan um þá
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.