Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með grunnatriði enskrar málfræði og ritunar. Í áfanganum rifja nemendur upp þá færni sem þeir hafa þegar náð og þjálfa upp ný atriði.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnþáttum enskrar réttritunar
Einfaldri ritun sem felur í sér stuttar setninga og stök orð
Að áherslur í framburði eru misjafnar hjá hverjum og einum
Mikilvægi þess að hafa ensku á valdi sínu bæði á atvinnumarkaði og í einkalífi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja sér raunhæf markmið og þekkja leiðir að þeim
Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
Geta ritað stutt skilaboð á enskri tungu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér enska málfræði í ræðu og/eða riti
Koma auga á styrkleika sína
Efla sjálfstraust sitt
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.