Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410379253.36

    Íslenska með áherslu á jafnrétti í víðu samhengi
    ÍSLE1JR05
    24
    íslenska
    Læsi, bókmenntir og ritun, jafnrétti
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn jafnrétti verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Einnig varða sjálfshjálparbækur, íslensk tónlist og fjölbreytt verkefni nýtt í kennslunni. Jafnréttishugtakið er skoðað í þeim tilgangi að leitast við að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar og forréttinda, hugtök sem unnið verður með eru til dæmis aldur, búseta, kyn, kynhneigð, menning, trúarbrögð, lífsskoðanir, menntun, minnihlutahópar og litarháttur.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Jafnréttishugtakinu
    • Fjölbreytileika jafnréttis
    • Hugtakinu minnihlutahópur
    • Að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
    • Mikilvægi þess að eiga möguleika á því að velja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
    • Að beita gagnrýnni hugsun
    • Virða eigin skoðanir og annarra
    • Taka þátt í umræðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu jafnrétti
    • Taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
    • Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • Átta sig á mikilvægi þess að hafa val
    • Láta skoðanir sínar í ljós
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.