Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1411122096.27

    Skapandi skrif
    ÍSLE2RS02
    16
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í áfanganum læra nemendur að skrifa góðan texta. Lögð er áhersla á þætti eins og val á umfjöllunarefni, efnistök, málfar, stíl, persónusköpun og uppbygging. Margvíslegar aðferðir eru notaðar sem kveikjur að ritverkum; tilvitnanir, tónlist, frásagnir, vettvangskannanir, umræður, myndlist og leikrænn spuni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað einkennir góðan stíl
    • nokkrum einkennum góðra bókmenntatexta
    • uppbyggingu styttri og lengri ritverka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa góðan texta
    • meta málfar, stíl, uppbyggingu og efnistök í eigin texta
    • meta texta annarra
    • ræða um texta samnemenda
    • lesa upphátt texta sem hann hefur skrifað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa stuttar sögur og ljóð þar sem greina á helstu einkenni góðs bókmenntatexta
    • taka þátt í umræðum um gæði og inntak bókmenntatexta
    • búa texta sinn undir birtingu eða flutning á honum
    • flytja eigin texta
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.