Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1411134511.14

    Taktu stjórnina - lífsleikni
    LÍFS2ST02
    1
    lífsleikni
    Taktu stjórnina
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Nemandinn öðlast færni og þekkingu á samskiptum, framkomu, deilum, slökun, sjálfsaga og ýmsu fleiru. Nemendur skoða hæfileika, veikleika, og styrkleika sína og læra nýta sér þá. Tilvalið námskeið fyrir alla þá sem vilja ná betri tökum á námi sínu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin styrkleikum og veikleikum
    • fordómum og mögulegum ástæðum þeirra
    • eigin fordómum og leiðum til að takast á við þá
    • menningu og menningarmun milli þjóða og þjóðfélagshópa
    • mannréttindum
    • sjálfsmynd og sjálfstrausti
    • álagi, stressi og kvíða
    • samskiptum bæði góðum og slæmum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina eigin styrkleika og veikleika
    • gera sér grein fyrir eigin fordómum
    • efla sjálfsmynd sína og annarra
    • gera sér grein fyrir neikvæðum áhrifum af stressi, álagi og kvíða
    • jákvæðum farsælum samskiptum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina eigin styrkleika og nýta sér þá í lífinu
    • greina eigin veikleika og finna leiðir til að efla sig og bæta
    • gera sér grein fyrir eigin fordómum og því hvernig hægt er að vinna gegn þeim
    • finna leiðir til að efla eigin sjálfsmynd og annarra
    • eiga í samskiptum við mismunandi fólk á jákvæðan og uppbyggjandi hátt
    • fagna fjölbreytileikanum og takast á við tilveruna á jákvæðan hátt
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.