Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Fri, 19 Sep 2014 13:56:07 GMT

    Minecraft
    FORR2MC02
    3
    forritun
    Minecraft
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði er tengjast leiknum. Nemendur læra að setja svokölluð "mod" inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli. Þá læra nemendur að setja upp og hýsa sinn eigin vefþjón þar sem þeir geta boðið vinum sínum að spila. Farið er vandlega í netöryggi varðandi aðgangsstýringar vefþjóna, hvernig á að læsa þeim fyrir ókunnugum og spila í öruggu umhverfi. Námskeiðið er bæði fyrir reynda spilara og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er þó nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum (https://minecraft.net/) og komi með tölvu sem hentar til að spila leikinn.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiknum minecraft
    • breytingum sem notandi getur gert á leiknum
    • viðbótum sem henta hverjum og einum
    • hvernig maður setur upp vefþjón til eigin nota
    • netöryggi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • laga leikinn að eign ímyndunarafli með viðbótum
    • setja upp vefþjón til eigin nota
    • setja upp aðgangsstýringar á netþjón
    • spila leikinn ásamt vinum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • aðlaga leikinn að eigin óskum
    • setja upp vefþjón fyrir sjálfan sig og ákveðna vini
    • setja upp aðgangstýringar á vefþjóninn
    • njóta þess að spila leikinn á öruggum stað með þeim sem maður vill spila við
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.