Farið verður yfir helstu einkenni kvikmynda og tölvuleikja og verða nokkur grunnhugtök úr heimi kvikmynda og tölvuleikja til umræðu. Nemendur fá að kynnast möguleikum sem og takmörkunum kvikmynda og tölvuleikja. Fjallað verður um stjörnur, tæknibrellur, klippitækni, sjónarhorn, gagnvirkni, transmedia, tækniþróun, frásagnaraðferðir og fleira.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun og sögu tölvuleikja og kvikmynda
helstu hugtökum úr heimi kvikmynda og tölvuleikja
möguleikum og takmörkunum tækninnar
því hvernig kvikmyndir og tölvuleikir eru búnir til
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
líta á kvikmyndir og tölvuleiki frá mismunandi sjónarhornum og í víðu samhengi
virkja hugmyndaflugið á gagnlegan hátt
kynna sitt eigið efni fyrir öðrum
beita gagnrýnni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa yfir þekkingu um hvernig tölvuleikir og kvikmyndir virka í grundvallaratriðum
tjá gagnrýna hugsun í rituðu og töluðu máli
kynna efni fyrir öðrum
afla sér upplýsinga á netinu
tileinka sér efni/inntak margvíslegra texta og nýta sér á mismunandi hátt
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega. Auk vinnuframlags nemenda munu kynningar og sjálfsmat nemenda gilda til lokaeinkunnar. Gerðar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og þátttöku í umræðum.