Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskan orðaforða, lestrarfærni, framburð og skilning á málinu. Áfanginn er hugsaður fyrir þá nemendur sem þurfa frekari undirbúning og aðstoð í íslensku til að geta stundað nám á Íslandi. Nemendur fá einnig kynningu á íslenskri menningu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
framburði
áherslum og hrynjanda í málinu
töluðu og rituðu máli
mikilvægi hlustunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
ritun mismunandi texta við sitt hæfi
hlustun og úrvinnslu hennar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa sér til skilning á íslensku
geta talað og skilið einfalt mál
hlusta á upplestur og náð inntakinu
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.