Í þessum áfanga fer fram kynning á náttúruvísindum. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að þekkja og skilja náttúruna og þau öfl sem að móta hana. Sérkenni íslenskrar náttúru, lífríki, jarðfræði og veðurfar verða tekin fyrir. Nemendur læra og þjálfast í algengum hugtökum eins og vegalengdum, metrakerfinu, hitastigi, rúmmáli, massa og eðlismassa. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist þessum atriðum með vettvangsferðum og verklegri kennslu. Nemendur læra einnig að afla sér upplýsinga á netinu og halda kynningar um námsefnið.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengustu fuglategundum á Íslandi og hvernig má þekkja þær
lífríki sjávar og helstu nytjategundir
hvar eldvirkni er á Íslandi og mögulegar afleiðingar eldgosa
hvar jarðskjálftar verða á Íslandi og mögulegar afleiðingar jarðskjálfta
landafræði Íslands
metrakerfinu og skilji samhengið milli, mm, cm, m og km
þyngd hluta og skilji samhengið á milli mg, gr og kg
rúmmáli kassalaga hluta og hverng hægt er að mæla það
rúmmáli óreglulegra hluta og hvernig hægt er að mæla það
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina fugla og kunna að nota fuglavísa
nota landakort til að átta sig á staðháttum
lesa úr veðurspám og finna veðurspá fyrir ákveðna staði á www.vedur.is
mæla lengd á hlutum uppá mm, cm og m
breyta kílómetrum í metra
mæla þyngd á hlutum
breyta kílógrömmum í grömm og grömmum í kílógrömm
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
vinna á hóp til að auka skilning á fyrirbærum í náttúrunni
tengja fyrirbæri í náttúrunni við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.