Áfanginn er uppbyggður af fyrirlestrum, verkefnavinnu og verklegri þjálfun. Nemendur kynnast og þjálfa grunnþætti heimilishalds. Í áfanganum er farið í notkun helstu tækja sem nauðsynleg eru á hverju heimili m.a. þvottavél, þurrkari. Ísskápur og eldavél. Einnig meðferð og notkun á ýmsum hreinlætisvörum, vinnulag og hreinlæti. Farið verður yfir hvaða búnað þarf til að reka heimili og gerð kostnaðaráætlun.
Nemendur fræðast og prófa sig áfram við heimilisverk sem nauðsynleg á öllum heimilum.
Áhersla er lögð á að nemendur sýni samvinnu, tillitsemi og stundvísi.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað heimilisverk eru og nauðsyn þeirra
hvernig helstu heimilistæki virka og notkun þeirra
meðferð hreinlætisvara
hvaða búnað þarf til að reka heimili
hvað kostar að reka heimili og gerð kostnaðaráætlunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma flest heimilisverk sem gerð eru á hverju heimili
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
öðlast þekkingu og færni í framkvæmd heimilis verka og hvað þarf að hafa í huga þegar stofna á heimili
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.