Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412161194.24

    Íslenska, málfræði
    ÍSLE1MF01
    56
    íslenska
    Málfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er unnið með málfræði, grundvallar málfræðihugtök rifjuð upp auk algengustu hugtaka setningarfræðinnar. Unnið er með fjölbreytt málfræðiverkefni til að auka máltilfinningu nemandans. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér jákvætt viðhorf til móðurmálsins og eigin málnotkunar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnatriðum íslenskrar málfræði
    • Flokkun fallorða, sagnorða og smáorða.
    • Einföldum textum.
    • Hjálpatækjum sem hægt er að nota við ritun eða greiningu á íslensku máli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka og greina nokkra þætti íslenskrar málfræði
    • beita hugtökum málfræðinnar við greiningu á einföldum textum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með og rita einfaldan texta án aðstoðar
    • skrifa einfaldan texta á góðu máli.
    • nota íslenskuna sér til gangs og gamans
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.