Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og beygingakerfi fornmáls og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Fjallað verður um helstu þætti í þróun íslenskunnar frá fornu til okkar daga.
Nemendur hafi lokið grunnáfanga í íslensku í goðafræði, málfræði og/eða setningarfræði. ISLE2SG05 eða sambærilegum áfanga.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslenskum fornbókmenntum
lausamálstextum
þjóðfélagsgerð tímabilsins
orðaforða tímabilsins
ýmsum beygingarmyndum fornmáls
merkustu kvæðum tímabilsins
helstu reglum sem gilda um heimildaritgerðir
helstu bókmenntagreinum tímabilsins
helstu þáttum íslenskrar málsögu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina og skýra ýmsa bókmenntatexta í lausu máli
rýna og greina vandlega eina Íslendingasögu með tilliti til atburðarásar og persóna
skrifa heimildaritgerð sem stenst rýni um vinnubrögð og meðferð heimilda
lesa bókmenntir tímabilsins
skilja orðfæri og orðaforða tímabilsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
leggja mat á gildi heimilda og vinna úr þeim með skipulögðum hætti
greina og túlka bókmenntatexta og færa rök fyrir skoðunum sínum jafnt munnlega sem skriflega
vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
túlka bókmenntatexta frá ýmsum tímum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.