Optískur ísómerismi.
Efnaflokkar frumunnar, bygging og starfsemi.
Almennar næringarþarfir, þ.m.t. vítamín og steinefni.
Efnafræði utanfrumuvökva.
Orkubúskapur og helstu efnaskiptaferli líkamans.
EFNA3LR05(31)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Optískum ísómerisma
Fæðuefnaflokkunum; byggingu og starfsemi
Byggingu og starfsemi enzýma
Bygging og starfsemi kjarnsýra
Almennum næringarþörfum og þætti vítamína og steinefna í þeim
Mikilvægi ýmiss konar utanfrumuvökva
Orkubúskap líkamans
Helstu efnaskiptaferlum líkamans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Teikna og útskýra byggingarformúlur lífefna, svo sem sykra, fituefna, próteina og kjarnsýra
Sýna hvernig smásameindir mynda stórsameindir og hvernig stórsameindir brotna niður í smásameindir
Útskýra starfsemi hvatbera hvað varðar orkubúskap sykra, fituefna og próteina
Lýsa enzýmstýringum efnahvarfa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Tengja saman efnaskipti frumunnar og líkamans í eina heild ...sem er metið með... verkefnum og prófi
Afla sér frekari þekkingar í lífefnafræði ...sem er metið með... verkefnum og prófi
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.