Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412853843.04

    Lífefnafræði
    EFNA3LE05(51)
    None
    efnafræði
    lífefnafræði
    for inspection
    3
    5
    51
    Optískur ísómerismi. Efnaflokkar frumunnar, bygging og starfsemi. Almennar næringarþarfir, þ.m.t. vítamín og steinefni. Efnafræði utanfrumuvökva. Orkubúskapur og helstu efnaskiptaferli líkamans.
    EFNA3LR05(31)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Optískum ísómerisma
    • Fæðuefnaflokkunum; byggingu og starfsemi
    • Byggingu og starfsemi enzýma
    • Bygging og starfsemi kjarnsýra
    • Almennum næringarþörfum og þætti vítamína og steinefna í þeim
    • Mikilvægi ýmiss konar utanfrumuvökva
    • Orkubúskap líkamans
    • Helstu efnaskiptaferlum líkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Teikna og útskýra byggingarformúlur lífefna, svo sem sykra, fituefna, próteina og kjarnsýra
    • Sýna hvernig smásameindir mynda stórsameindir og hvernig stórsameindir brotna niður í smásameindir
    • Útskýra starfsemi hvatbera hvað varðar orkubúskap sykra, fituefna og próteina
    • Lýsa enzýmstýringum efnahvarfa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tengja saman efnaskipti frumunnar og líkamans í eina heild ...sem er metið með... verkefnum og prófi
    • Afla sér frekari þekkingar í lífefnafræði ...sem er metið með... verkefnum og prófi
    • nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
    Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.