Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412868109.29

    Lífið eftir útskrift
    NÁSS2ÁM01
    1
    Náms- og starfsfræðsla
    Náms- og starfsfræðsla, markmiðsetning, áhugasvið
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur skoði hvar áhugi þeirra liggur og ígrundi hugmyndir sínar um nám og störf svo þeir eigi auðveldara með að taka ákvarðanir sem taka mið af áhuga og löngun til ákveðins náms og/eða ákveðinna starfa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslenskum vinnumarkaði s.s. réttindum og skyldum, eigin hugmyndum um störf, leit að störfum og umsóknarferlinu
    • íslensku menntakerfi s.s. iðn- og háskólanámi
    • námsmöguleikum erlendis
    • eigin áhugasviði og hvert stefnir að loknu framhaldsskólanámi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita að skólum hérlendis og erlendis
    • leita að störfum
    • afla sér upplýsinga um réttindi og skyldur á vinnumarkaði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja nám og/eða starfsvettvang sem hentar áhugasviði
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.