Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1413363212.52

    Íslenska sem annað mál
    ÍSAN1OF05
    6
    íslenska sem annað mál
    framburður, lestrarfærni, orðaforði, tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskan orðaforða, framburð, hlustun, lestrarfærni og skilning. Áfanginn er hugsaður fyrir þá nemendur sem þurfa frekari undirbúning og aðstoð í íslensku til að geta stundað nám í íslenskum framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur hljóti þjálfun í að koma hugmyndum sínum á framfæri í töluðu og rituðu máli, auki tjáningarfærni, orðaforða, málnotkun og lestrarfærni. Lögð er áhersla á hópefli, samvinnu og samskipti og að nemendur fá þjálfun í tjáningu og orðforða í íslensku. Nemendur fá einnig fræðslu og innsýn í íslenska menningu s.s. þjóðbúninga, þjóðdansa, sögu og menningu nærumhverfis. Nemendur hljóta þjálfun og leiðsögn um það hvernig þeir geta bjargað sér við vissar aðstæður, t.d. spyrja til vegar eða fá aðstoð út í búð. Nemendur fá leiðsögn við gerð námsáætlana, námsmarkmiða og aðstoð við að finna út hvaða námstækni hentar þeim best. Nemendur kynna heimalönd sín í tali og/eða á myndrænan hátt, áhersla er lögð á orðaleiki, að spila tungumálaspil, sagnorðaspil og farið er í leiki. Nemendur fá kynningu á skólanum, heimsækja verkstæði og brautir skólans og leitast er við að gera þá sjálfbjarga innan sem utan skóla. og lestrarfærni og hljóti fyrst og fremst málfræðikennslu í tengslum við málnotkun. Nemendur fái einnig fræðslu og innsýn í íslenska menningu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • góðum vinnubrögðum, námstækni og mikilvægi markmiðssetninga
    • helstu grunnatriðum í málfræði og málnotkun
    • mikilvægi tungumálsins í daglegu lífi
    • mæltu og rituðu íslensku máli
    • mikilvægi og tilgangi þess að auka orðaforða sinn
    • mikilvægi lestrar og lesskilnings
    • mikilvægi menningar, sögu og nærumhverfis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • auka orðaforða og málskilning
    • skrifa einfaldan texta í samfelldu máli
    • lesa einfaldan texta af ýmsu tagi sér til gagns t.d. til að átta sig á staðarháttum
    • lesa til gamans texta af ýmsu tagi
    • rýna í menningu og nærumhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér góð vinnubrögð, góða námstækni og setja sér námsmarkmið
    • nýta sér mælt mál og ritað í daglegu lífi t.d. til að kynna sig og taka þátt í samræðum
    • auka almenna færni sína í íslensku máli, menningu og samfélagi
    • tjá sig munnlega um það sem varðar námið og daglegt líf
    • nýta sér almenn hjálpargögn við íslenskunám
    • leita sér upplýsinga innan skólans og í nærumhverfi
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt prófverkefnum sem lögð eru fyrir í lok hvers námsþáttar. Áhersla á eintaklingsmiðað námsmat.