Unnin verða ritunarverkefni af ýmsu tagi; frásagnir, útdrættir og stuttar ritgerðir. Einnig lesa nemendur og vinna með ýmis konar texta; úr dagblöðum, fréttamiðlum, smásögur og ljóð. Farið verður í undirstöðuatriði íslenskrar beygingarfræði, setningafræði og ritunar. Áfram er lögð áhersla á hópefli, samvinnu og samskipti og að nemendur verði sjálfbjarga úti í samfélaginu t.d. með því að kenna þeim að nota almenningssamgöngur. Lögð er áhersla á að nemendur viti hvaða leiðir þeim eru færar í námi og að þeir þekki íslenska framhaldsskólakerfið, tækifæri og mögulegar hindranir. Farið er í heimsóknar- og kynnisferðir á ýmsar stofnanir samfélagsins s.s. heilsugæslu, Amtbókasafnið, Hof, Alþjóðastofu, Rósenborg, Sjónlistamiðstöðina og önnur lista- og menningarsöfn. Nemendum er kynnt íþrótta- og tómstundastarf í nærsamfélaginu.
ÍSAN1OF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslenskri málnotkun, mæltu og rituðu íslensku máli
ritun mismunandi texta
mikilvægi tjáningar í samskiptum
helstu stofnunum í nærsamfélaginu og tengingu þeirra við menningu
starfsemi stofnanna sem veita þjónustu til þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku
námsleiðum sem íslenska framhaldsskólakerfið býður uppá
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa texta, túlka ljóð og vinna verkefni tengd þeim
skrifa ýmsar tegundir texta á samfelldu máli
draga saman aðalatriði í textum
rita einfalda stutta texta og sögur
skoða námsframboð og námsleiðir og tengja sínu áhugasviði
leita sér aðstoðar með einfaldar fyrirspurnir til stofnanna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta sjálfan sig og setja sér markmið m.t.t. áhugasviðs og útbúa námsáætlun fyrir nám sitt
auka almenna færni í íslensku máli
nýta sér mælt mál og ritað í daglegu máli
lesa ýmsa texta svo sem fréttir í dagblöðum og á netinu
tjá sig munnlega og skriflega
panta sér tíma hjá heimilislækni, fara á söfn og leitað sér upplýsinga um íþrótta- og félagsstarfi í nærsamfélaginu
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt verkefnum sem lögð eru fyrir í lok hvers námsþáttar. Áhersla á eintaklingsmiðað námsmat.