Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1413566948.77

    Tónsmíðar og upptökur
    SKTL2TU05
    4
    Skapandi tónlist
    Tónsmíðar og upptökur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru kenndir grunnþættir tónsmíða, formgerð, laglínubygging, hljómgerð og hendingamótun. Nemendur læra að nota tölvu og upptökuforrit til stuðnings við annað tónlistarnám. Unnið er með úrvinnslu mótífa og smærri frumeininga ásamt undirstöðuatriðum nótnaskriftar í tölvu og lágmarksfærni í að vinna í stafrænu umhverfi. Nemendur öðlist góða og haldbæra þekkingu á forsendum hljóðupptöku, hljóðvinnslu sem og þjálfun í að taka upp og vinna hljóð. Nemendur þekki helstu tæki og búnað sem nota þarf við hljóðupptöku og vinnslu og geti tekið upp hvort sem er einfalt tal og gert það tilbúið til útsendingar.
    A.m.k. 10 einingar í skapandi tónlist á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum tónsmíða, formgerð, laglínubyggingu, hljómgerð og hendingamótun
    • hugtökum sem notuð eru í hljóðvinnslu
    • hljóðfræði og forsendum hljómburðar
    • hljóðvinnslu í stúdíói
    • hljóðvinnslu til hlustunar í vefmiðlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • semja tónlist og skrifa upp í tölvu
    • taka upp tónlist og hljóð
    • undirbúa tal eða tónlist til upptöku og útsendingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera skapandi og semja eigin tónlist
    • taka upp tónlist og hljóð og vinna það í tölvu
    • taka upp tal, tónlist eða áhrifahljóð
    • skipuleggja upptökuvinnu
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, tjáningu, þátttöku í tónlistarflutningi og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.