Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1414665464.53

    Ritlist
    ÍSLE3RS05
    29
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum læra nemendur um mismunandi stílbrögð í ritlist auk þess sem þeir setja saman eigin texta undir leiðsögn kennara og rýna í verk annarra. Unnið er að því að auka bókmenntalegt læsi og sköpunargáfu með það að markmiði að koma afurð sinni á framfæri. Lögð er áhersla á að efla færni nemandans til að rýna í eigin verk og annarra og gera hann hæfari til allra handa ritsmíða, hvort heldur hagnýtra eða listrænna. Að áfanganum loknum ætti nemandinn að hafa öðlast aukið sjálfstraust á sviði sköpunar og læsis sem gerir honum kleift að vinna sjálfstætt að sinni list. Í lok áfangans skilar nemandi sjálfstæðu verkefni í skapandi skrifum.
    ÍSLE2RR05 eða sambærilegt nám í ritun.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi stílbrögðum í ritlist
    • mismunandi aðferðum í uppbyggingu og framsetningu ritsmíða
    • ólíkum miðlunarleiðum til að koma verkum á framfæri
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa mismunandi bókmenntir með það fyrir augum að efla eigin stílfærni
    • greina á milli mismunandi stíla og bókmenntaforma
    • greina þá þræði sem liggja á milli ólíkra bókmenntaforma
    • skrifa mismunandi stíla eftir fyrirmælum kennara
    • lesa verk annarra með gagnrýnu hugarfari hvað varðar málfar og framsetningu
    • flytja eigið verk í áheyrn annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita sér innblásturs í mismunandi bókmenntagerðum
    • sýna næmi fyrir vel unnum texta
    • fullvinna eigið ritverk
    • leggja gagnrýnið og uppbyggilegt mat á verk annarra
    • koma eigin verki á framfæri