Nemandinn velur sér viðfangsefni innan líffræðinnar í samráði við kennara. Verkefnið getur t.d. verið rannsóknarverkefni, sem lýkur með skýrslu, eða heimildaritgerð. Nemandinn vinnur síðan sjálfstætt eða í samvinnu við kennara eftir eðli verkefnisins að gagnasöfnun og skilar rökstuddum (e.t.v. tölfræðiprófuðum) niðurstöðum í ritgerðar- eða skýrsluformi.
A.m.k. einn áfangi í líffræði á 3. þrepi (vistfræði, líffæra- og lífeðlisfræði eða erfðafræði). Æskilegt að hafa einnig lokið a.m.k. fyrri áfanga í tölfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því viðfangsefni, sem rannsakað er hverju sinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera rannsóknaráætlanir
greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, t.d. hvað varðar heimildaöflun
tengja saman þekkingu úr ólíkum fögum, svo sem líffræði og tölfræði á mismunandi vegu
móta eigin afstöðu studda vísindalegum rökum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla og miðla upplýsingum um líffræðileg viðfangsefni ...sem er metið með... viðtölum og skýrslum eða ritgerð
gera áætlanir um rannsóknaraðferðir ...sem er metið með... viðtölum
vinna sjálfstætt og með öðrum ...sem er metið með... viðtölum, sýnatöku, úrvinnslu o.s.frv.
Auka innsæi sitt við lausn líffræðilegra viðfangsefna ...sem er metið með... Viðtölum, ritgerð eða hverju því sem leiðbeinanda þykir við hæfi hverju sinni
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.