Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415875758.13

    Verkefnaáfangi í líffræði
    LÍFF4VE05(31)
    2
    líffræði
    verkefnalíffræði
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    31
    Nemandinn velur sér viðfangsefni innan líffræðinnar í samráði við kennara. Verkefnið getur t.d. verið rannsóknarverkefni, sem lýkur með skýrslu, eða heimildaritgerð. Nemandinn vinnur síðan sjálfstætt eða í samvinnu við kennara eftir eðli verkefnisins að gagnasöfnun og skilar rökstuddum (e.t.v. tölfræðiprófuðum) niðurstöðum í ritgerðar- eða skýrsluformi.
    A.m.k. einn áfangi í líffræði á 3. þrepi (vistfræði, líffæra- og lífeðlisfræði eða erfðafræði). Æskilegt að hafa einnig lokið a.m.k. fyrri áfanga í tölfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því viðfangsefni, sem rannsakað er hverju sinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera rannsóknaráætlanir
    • greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, t.d. hvað varðar heimildaöflun
    • tengja saman þekkingu úr ólíkum fögum, svo sem líffræði og tölfræði á mismunandi vegu
    • móta eigin afstöðu studda vísindalegum rökum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla og miðla upplýsingum um líffræðileg viðfangsefni ...sem er metið með... viðtölum og skýrslum eða ritgerð
    • gera áætlanir um rannsóknaraðferðir ...sem er metið með... viðtölum
    • vinna sjálfstætt og með öðrum ...sem er metið með... viðtölum, sýnatöku, úrvinnslu o.s.frv.
    • Auka innsæi sitt við lausn líffræðilegra viðfangsefna ...sem er metið með... Viðtölum, ritgerð eða hverju því sem leiðbeinanda þykir við hæfi hverju sinni
    Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.