Ísland og umheimurinn frá lýðveldisstofnun til líðandi stundar
Samþykkt af skóla
3
5
34
Í þessum áfanga er fjallað um sögu Íslands frá lokum síðari heimsstyrjaldar til okkar daga og þá sérstaklega tengsl lands og þjóðar við alþjóðasamfélagið. Farið verður lauslega yfir stjórnmála- og hagsögu þjóðarinnar á þessum tíma. Megináherslan verður þó annars vegar á tengslunum við Atlantshafsbandalagið (NATO) frá stofnun þess til loka kalda stríðsins, og hins vegar á tengslunum við Evrópusambandið (ESB), sérstaklega síðastliðin tuttugu ár. Einnig verður fjallað um aðrar alþjóðastofnanir s. s. Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlandaráð.
SAGA2YS05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu atburðum í sögu íslenskra utanríkismála frá lýðveldisstofnun til dagsins í dag
helstu hugtökum í alþjóðasamskiptum
hlutverki helstu alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að
mismunandi tegundum heimilda, aðferðum við heimildaleit og mikilvægi heimildarýni
helstu átakapunktum í utanríkisstjórnmálum lýðveldistímans og afstöðu einstakra stjórnmálaflokka til þeirra
sögu Evrópusambandsins (ESB) allt frá stofnun Kola- og stálbandalagsins til dagsins í dag og tengslum EFTA-ríkjanna við ESB í gegnum Evrópska efnahagssvæðið (EES)
skiptum skoðunum á Íslandi gagnvart ESB, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tileinka sér og beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og geri sér grein fyrir gagni þeirra og takmörkunum
túlka og nýta sagnfræðilega texta
leita sér heimilda t.d. í gagnasöfnum, í fjölmiðlum og á bókasöfnum
meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
koma auga a tengsl nútíðar og nýliðinnar fortíðar
beita gagnrýninni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með skýrum og fjölbreyttum hætti ...sem er metið með... verkefnum, kynningu, prófum
leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu ...sem er metið með... sjálfsmati, jafningjamati
leggja mat á mikilvægi þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi ...sem er metið með... verkefnum, prófum
taka þátt í rökræðum um alþjóðamál ...sem er metið með... kynningu, rökræðum
skilja betur umfjöllun um alþjóðamál í fjölmiðlum og geta tekið gagnrýna afstöðu til hennar ...sem er metið með... verkefnum, kynningu, prófum
Námsmat er leiðsagnarmiðað og byggist á verkefnum af ýmsu tagi, kynningu, rökræðum og prófum