Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417003886.39

    Tölfræði og líkindareikningur I
    STÆR2TL05
    73
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningar- og fléttufræði.
    STÆR2AF05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði
    • helstu hugtökum um gagnasöfn, s.s. tíðasta gildi, venjulegt meðaltal, vegið meðaltal og miðgildi
    • helstu hugtökum um dreifingu gagnasafns, s.s. seilingu, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik
    • líkindahugtakinu og hugtökunum útkoma, atburður og útkomurúm
    • hugtökunum samantekt og umröðun
    • fylgnihugtakinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna tíðnitöflur úr gefnu gagnasafni
    • að setja tíðnidreifingu fram á myndrænan hátt
    • reikna helstu gildi sem lýsa gagnasöfnum, s.s. tíðasta gildi, venjulegt meðaltal, vegið meðaltal og miðgildi
    • reikna helstu gildi um dreifingu gagnasafns, s.s. seilingu, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik
    • nota töflureikna til að vinna úr tölfræðilegum gögnum
    • vinna með samantektir og umraðanir
    • reikna fylgni
    • reikna út líkindi á gefnum atburði í einföldu líkindarúmi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita fjölbreyttum vinnubrögðum og gagnrýnum viðhorfum við vinnslu tölfræðilegra gagna
    • taka tölfræðiupplýsingum með gagnrýnu hugarfari og vera meðvitaður um misbeitingu tölfræðinnar, s.s. varðandi prósentureikning og myndræna framsetningu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.