Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417181856.91

    Þroskasálfræði
    SÁLF2ÞS05
    38
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þroskasálfræði fjallar um þroskaferil manneskjunnar frá fæðingu til grafar. Helstu kenningar þroskasálfræðinnar verða kynntar sem og helstu hugtök og álitamál. Sérstök áhersla verður lögð á vitsmuna-, félags- og tilfinningaþroska. Fjallað verður um þroskaferil frá getnaði til gelgjuskeiðs en einkum líkams- og hreyfiþroska, greind og vitsmunaþroska, málþroska, nám og námsörðugleika og tilfinningaþroska. Einnig verður fjallað um geðtengsl og mótunaráhrif fjölskyldu og vina sem og geðraskanir og ýmis vandamál barna og unglinga. Nemendur fá æfingu í rökræðum og umræðum um álitamál. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda og kennara.
    SÁLF2IS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þroska mannsins út frá sálfræðinni
    • helstu hugtökum, kenningum og álitamálum þroskasálfræðinnar
    • framlagi þroskasálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í samvinnunámi og hópavinnu
    • að sýna frumkvæði
    • taka þátt í rökræðum um málefni
    • taka þátt í og stýra umræðum um málefni
    • að beita ólíkum aðferðum í upplýsingaöflun
    • taka viðtöl og nota viðtalið sem rannsóknaraðferð
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla skoðun sinni um málefni þroskasálfræðinnar í samræðu og rökræðum
    • vinna úr sálfræðilegum og rannsóknargögnum og leggja mat á þau
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    • tjáð þekkingu sína í þroskasálfræði í ræðu og riti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.