Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1420025217.94

    Afleiður, ferlarannsóknir
    STÆR3FA05
    74
    stærðfræði
    afleiður, ferlarannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið í fallafræði, nokkur föll t.d. vísis og lógaritmaföll, samfelld föll, markgildi. Afleiða falls og diffrun notuð við könnun á ferlum falla.
    STÆ3KV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fallahugtökum
    • eiginleikum vísis og lógaritmaföllum
    • markgildishugtakinu
    • samfeldnishugtakinu
    • afleiðum falla og hvaða upplýsingar afleiðan gefur um fallið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa vísis- og lógaritmajöfnur
    • nota skilgreiningu á afleiður til að finna afleiðu falls
    • beita afleiðureglum til að diffra föll
    • nota afleiður til að kanna föll
    • beita stærðfræðilegri framsetningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota afleiður sem hjálpartæki við að teikna og túlka gröf falla
    • nota afleiður til að leysa ýmis hagnýt verkefni, s.s. að finna hágildi og lágildi fyrir gefið fall
    • geta skráð lausnir sínar skipulega og skilmerkilega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
    • beita skipulegum aðferðum við leit að lausn verkefna og geta útskýrt aðferðir sínar
    • fylgja röksemdafærslum og skilja þær
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá