Efni áfangans er stofnföll, heildun, hagnýting heildunar, runur, raðir og 1. stigs diffurjöfnur.
Í heildun er farið yfir grunnheildi, óákveðið heildi, ákveðið heildi, táknmál heildunar, grundvallrreglur heildunar, flatarmálsreikning með heildun, heildunaraðferðir, rúmmál snúða og notkun heilda við lausn diffurjafna. Í runum og röðum er farið í skilgreiningu á runum og röðum, kynntar algengar gerðir runa og raða, farið í rakningarformúlur, jafnmunarunur, jafnhlutfallarunur, hlutsummur, hlutsummurunur og þrepasönnun. Í diffurjöfnum er farið í 1. stigs diffurjöfnur, m.a. 1. stigs línulegar diffurjöfnur og diffurjöfnur sem hægt er að leysa með aðskilnaði breytistærða. Í verkefnum áfangans fá nemendur að kynnast hagnýtingu stærðfræðinnar m.a. í raungreinum, tæknigreinum og hagfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stofnföllum
óákveðnum heildum
ákveðnum heildum
heildunaraðferðum, svo sem innsetningaraðferð, hlutheildun og heildun með liðun í stofnbrot
hvernig nota má heildun til að reikna flatarmál og rúmmál
runum, skilgreiningu og táknmáli
jafnmunarunum og jafnhlutfallarunum
summutákninu
röðum, skilgreiningu þeirra og tengslum við runur
diffurjöfnum, einkum 1. stigs diffurjöfnum
aðferðum við lausn á diffurjöfnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna stofnföll algengra falla
leysa óákveðin heildi
reikna ákveðin heildi
beita heildunaraðferðum við heildun
reikna flatarmál með aðferðum heildunar
reikna rúmmál snúða með heildun
reikna einfaldar gerðir af runum
beita rakningarformúlum til að reikna runur
reikna jafnmunarunur og jafnhlutfallarunur
nota summutáknið
reikna hlutsummur
reikna raðir og þekkja tengsl runu og raða
beita þrepasönnun við sönnun á reglum
leysa einfaldar 1. stigs diffurjöfnur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra hvernig leysa má verkefni með aðferðum heildunar
gera sér grein fyrir hagnýtingu heildunar í háskólanámi og í atvinnulífinu
útskýra hvers konar verkefni hægt er að leysa með því að beita þekkingu og leikni í útreikningu á runum og röðum
gera sér grein fyrir mikilvægi þrepasönnunar í stærðfræði
klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa og túlka lausnina
gera sér grein fyrir hagnýtingu diffurjafna í vísindum og í daglegu lífi