Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422896219.38

    Bókfærsla 1
    BÓKF1DH05
    4
    bókfærsla
    Dagbók, höfuðbók, reikningsjöfnuður.
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjallað er um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir og skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram einfaldan efnahags- og rekstrareikning. Nemendum er veitt innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Nemendum er gerð grein fyrir tilgangi bókhalds og kynnt helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum bókfærslu:
    • debet og kredit
    • eignum og skuldum
    • gjöldum og tekjum
    • virðisaukaskatti og tilgangi hans
    • helstu lögum um bókhald
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa einfaldar dagbókarfærslur
    • stilla upp prófjöfnuði
    • færa niðurstöður dagbókar í aðalbók
    • setja upp efnahags- og rekstrarreikning
    • reikna út hagnað og tap
    • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil
    • gera upp virðisaukaskatt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa af hendi einfaldar dagbókafærlsur.
    • geta sett upp höfuðbók – aðalbók.
    • geta sett upp efnahags- og rekstarreikning með hliðsjón af fyrirliggjandi athugasemdum við uppgjör
    • sýna skilning á bókhaldshringrásinni og tengslum ýmissa reikninga.
    Námsmat útfært í kennsluáætlun skólans.