Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423085456.62

    Uppeldis- og þroskafræði
    UPPE2UÞ05
    5
    uppeldisfræði
    Uppeldis- og þroskafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um helstu uppeldis- og menntafrömuði fyrri alda í Evrópu. Skoðað uppeldis- og menntasögu Evrópu og þau áhrif sem hún hefur haft á uppeldis- og skólastarf á Íslandi. Farið er yfir grunnhugtök þroskafræðinnar og helstu álitamál hennar. Farið yfir helstu kenningar um þroskun mannsins, t.d. líkamsþroska, greindarþroska, málþroska, tilfinninga- og félagsþroska. Fjallað um mótun og myndun kynhlutverka og kynímyndar.
    Nemandi þarf að hafa lokið Inngangi að félagsvísindum til að hefja nám í uppeldis- og þroskafræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu mótunaraðilum uppeldis og menntunar í samfélaginu.
    • helstu kenningum um uppeldi og menntun.
    • ólíkum uppeldisaðferðum og áhrifum þeirra á alhliða þroska barna og unglinga.
    • helstu kenningum um þroska mannsins frá frjóvgun fram á fullorðinsár.
    • helstu álitamálum þroskafræðinnar.
    • hvernig kynhlutverk verða til og kynímynd myndast.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum og kenningum uppeldisfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt.
    • beita hugtökum og kenningum þroskafræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt.
    • skoða uppeldis- og þroskafræðileg álitamál á gagnrýninn hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um uppeldis- og þroskafræðileg álitamál á gagnrýninn hátt.
    • taka siðferðislega afstöðu til álitamála í uppeldis- og þroskafræði.
    • afla sér heimilda um viðfangsefni áfangans, greina aðalatriði þeirra og leggja mat á innihaldið.
    • leggja sjálfsstætt mat á mismunandi hugmyndir um uppeldi og þroska.