í áfanganum er fjallað um tilurð og mikilvægi Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Einnig er sjónum beint að ýmsum vandkvæðum sem geta komið upp í fjölskyldulífi barna og unglinga, s.s. skilnuðum, sorgarferlinu, áfengissýki foreldra, ofbeldi og vanrækslu á heimilum og einelti í skólum. Farið er yfir barnaverndarferlið á Íslandi.
Leitast er við að hafa alla umfjöllun sem hagnýtasta fyrir nemendur.
Nemandi þarf að hafa lokið námi í UPPE2UÞ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna fyrir börn yngri en 18 ára, samfélagið í heild sinni og heiminn allan.
helstu vandamálum sem geta komið upp í fjölskyldulífi barna og unglinga.
hvernig best er að bregðast við vandkvæðum í lífi barna og unglinga.
hvernig íslenska barnaverndarferlið er.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um vandamál í lfíi barna og unglinga á faglegan hátt í bæði ræðu og riti.
miðla uppeldisfræðilegri þekkingu sinni á viðfangsefnum áfangans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér heimilda um viðfangsefni áfangans, greina þær og leggja á þær sjálfstætt mat.
útskýra orsakir og afleiðingar þeirra vandamála sem fjallað er um í áfanganum á röklegan hátt.
tengja viðfangsefni áfangans við daglegt líf.
fjalla um viðfangsefni áfangans af sjálfstæði og með gagnrýnu hugarfari.