Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423436393.91

    Efnafræði, Almenn efnafræði, lífræn efnafræði, lífefnafræði, rafefnafræði
    EFNA3RE05
    9
    efnafræði
    Almenn efnafræði, lífefnafræði, lífræn efnafræði, rafefnafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið verður í skematíska framsetningu tengja, átturegluna, Lewis myndir teiknaðar og lögun sameinda skoðuð. Flokkun lífrænna efna skoðuð og IUPAC nafnakerfið. Aðeins verður kíkt á lífefnafræði. Einnig verður farið í sýru- og basa hvörf og jafnvægi á daufum sýrum og bösum. Lotubundnir eiginleikar efna verða skoðaðir og byrjað á rafefnafræði.
    A.m.k. 10 einingar í efnafræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig sameindir líta út í þrívíðu kerfi og hvernig hægt er að teikna þær upp með Lewis myndum
    • helstu nöfnum á lífrænum efnum og IUPAC kerfinu
    • títrun með daufum sýrum og bösum
    • helstu lotubundnu eiginleikum efna
    • grunnatriðum í rafefnafræði
    • grunnatriðum í lífefnafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
    • sjá fyrir sér útlit nokkurra efna í þrívídd
    • teikna upp efnatengi með Lewis
    • finna IUPAC nöfn á lífrænum efnum
    • títra daufar sýrur og basa og geta reiknað út gildi
    • reikna út úr Nernst jöfnunni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa þau verkefni sem fyrir hann eru lögð í áfanganum
    • beita þeim reikniaðferðum sem kenndar eru í áfanganum
    • leysa verklegar æfingar og kynna niðurstöður þeirra
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í efnafræði
    • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.