Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423438955.77

    Eðlisfræði, rafeindir, róteindir, straumur og spenna
    EÐLI3RE05
    23
    eðlisfræði
    Rafeindir, róteindir, straumur og spenna
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er farið yfir eiginleika hleðslu rafeinda og róteinda, straum, spennu og viðnám í rafrásum. Einnig er farið í afstæðiskenningu Einsteins og heimsfræði. Áhersla verður á skilning nemandans á efninu og að auka áhuga á viðfangsefninu.
    A.m.k. 5 einingar í eðlisfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hleðslu atóma og agna
    • straumi, spennu og viðnámi í rafrásum
    • muni á einangrara og leiðara
    • afstæðiskenningu Einsteins
    • heimsfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna straum, spennu og viðnám í rafrás
    • reikna hleðslu agna
    • reikna út breytingu á tíma og lengd út frá afstæðiskenningunni
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa þau verkefni sem fyrir hann eru lögð í áfanganum
    • beita þeim reikniaðferðum sem kenndar eru í áfanganum
    • leysa verklegar æfingar og kynna niðurstöður þeirra
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
    • setja fram eðlisfræðileg umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.