Áhersla er lögð á kynningu á almennum lögum með áherslu á lög sem tengjast viðskiptalífinu. Áfanginn miðar að því að gefa nemendum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði. Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Fjallað verður um grundvallarhugtök og fræðikerfi lögfræðinnar, ásamt hugtakinu réttarheimildir og allar helstu tegundir réttarheimilda sem beitt er í íslenskum rétti. Farið er yfir helstu atriði aðfarargerða, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Einnig kynntar réttarreglur um lausafjárkaup, þjónustukaup og fasteignaviðskipti.
Stutt umfjöllun er um sifja- og erfðarétt, vinnurétt og fjármál einstaklinga.
Lýðheilsa
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir
meginatriðum í íslenskri stjórnskipan
meginreglum í íslensku réttarfari og helstu farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins
helstu hugtökum sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna
almennum reglum sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga
lögum um lausafjárkaup og fasteignakaup
helstu lögum og reglum er varða kröfur og skuldbindingar
helstu lögum um skaðabætur og vátryggingar
hinum ýmsu rekstrarformum í atvinnurekstri hvað snertir ábyrgð eigenda og fleira
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér grunnþekkingu í lögfræði og beita henni við lausn ýmissa mála.
gera samninga og ýmsa löggerninga.
gera samninga um lausafjárkaup og fasteignakaup.
framfylgja skaðabótkröfum og vátryggingamálum.
skoða hin ýmsu rekstrarform er varða ábyrgð eiganda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir réttindum og skyldum í þjóðfélaginu og í viðskiptalífinu.
gera ýmsa viðskiptasamninga
gera sér grein fyrir mismunandi rekstrarformi fyrirtækja
gera sér grein fyrir grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar.
nýta sér meginreglur íslensks réttarfars og helstu farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins, svo sem greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti