Saga og þróun sálfræði með áherslu á námssálarfræði
SÁLF2NS05
22
sálfræði
Námssálarfræði, saga
Samþykkt af skóla
2
5
Í áfanganum er fjallað um sögu sálfræðinnar og þróun hennar sem fræðigreinar. Farið er yfir grunnhugtök greinarinnar og helstu frumkvöðlar og sálfræðistefnur kynntar.
Sérstök áhersla er lögð á námssálarfræði og farið ítarlega í klassíska skilyrðingu, virka skilyrðingu og hugrænt nám. Í framhaldi af því er farið í hagnýtingu námssálarfræðinnar og kynnt sérstaklega atferlismótun og hugræn atferlismeðferð.
Inngangur að félagsvísindum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu og þróun sálfræðinnar.
helstu sálfræðistefnum og frumkvöðlum þeirra.
helstu kenningum um nám, þá sérstaklega klassískri skilyrðingu, virkri skilyrðingu og hugrænu námi.
atferlismótun og hugrænni atferlismeðferð.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota hugtök sálfræðinnar í ræðu og riti.
miðla helstu hugmyndum sálfræðinnar.
nota atferlismótun í daglegu lífi.
útskýra virkni hugrænnar atferlismeðferðar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér upplýsinga um námsefnið, greina aðalatriði þeirra og miðla þeim.
taka sjálfstæða og gagnrýna afstöðu til námsefnisins.
rökræða um námsefnið bæði munn- og skriflega.
vera virkur í umræðum um einstaka efnisþætti áfangans.
nýta sér þekkingu sína á atferlismótun og hugrænni atferlismeðferð sjálfum sér til framdráttar.