Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423819835.47

    Þættir úr menningarsögu
    SAGA2MM05
    24
    saga
    Menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Velt fyrir sér hugtakinu menning og skoðaðir valdir þættir úr menningarsögu Vesturlanda. Leiðin liggur frá forn Grikkjum gegnum Rómverja og kaþólska kristni miðalda. Hugmyndin um endurreisn, barrokk sem listastefna einveldis og nýjar menningarstefnur á 19. öld. Gróska í menningarmálum á 20. öld og breytingar í þeim efnum. Nemendur kynna sér einn menningarheim utan Vesturlanda í fortíð eða nútíð. Unnið með sögulega atburði eða tímabil, efnið greint og nemendur forma eigin hugmyndir um menningu út frá því.
    Nemandi þarf að hafa lokið námi í SAGA2OI05 Íslands og mannkynssaga fram til 1800
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu menning og helstu vandamálum við að skilgreina menningu
    • völdum þáttum úr menningarsögu Vesturlanda er tengjast fornöld, miðöldum og nýöld
    • einum menningarheim utan Vesturlanda að eigin vali
    • helstu menningarstefnum á Vesturlöndum á 20. öld
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með menningarlegt efni fyrri alda og greina það
    • draga eigin ályktanir út frá sögulegu efni um menningarleg fyrirbæri
    • koma niðurstöðum eigin verka á framfæri
    • forma eigin frásögn út frá sögulegum heimildum
    • miðla sögulegri þekkingu sinni til annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla sögulegri þekkingu sinni til annarra
    • vísa til heimilda á viðurkenndan hátt
    • forma heilstæða mynd af menningu sem sögulegu ferli